Trúfrelsi og íslenskur réttur
Í stjórnarskrá Íslands eru ákvæði um trúfrelsi. Í 63. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, segir:
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjareglu.
Ákvæði 64. gr. er svohljóðandi:
Enginn má neins missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu. Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags sins. Breyta má þessu með lögum.