Á Íslandi er ekki að finna sterkt kerfi stofnana sem hefur eftirlit með að mannréttindi séu virt. Hér á landi starfa í raun þrjár opinberar stofnanir sem sinna mannréttindum auk réttindagælsumönnum fatlaðs fólks. Ekki er að finna hér á landi þjóðbundna mannréttindastofnun sem sinnir mannréttindum á heildstæðan hátt þó Mannréttindaskrifstofa Íslands hafi undanfarin ár sinnt hlutverki slíkrar stofnunar af fremsta megni með fulltingi stjórnvalda.
Hér til hliðar er að finna umfjöllun um umboðsmann Alþingis, umboðsmann barna, Jafnréttisstofu og réttindagæslumenn fatlaðra.