127. löggjafarþing 2001 - 2002

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breyting á 40. gr. almennra hegningarlaga

Mannréttindaskrifstofa Íslands styður frumvarp þetta sem miðar ótvírætt að auknu jafnræði borgaranna og er þar með í samræmi við jafnræðisreglur íslensku stjórnarskrárinnar, Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og 12. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um afnám gjalds á menn utan trúfélaga

Í fylgiskjali I með frumvarpinu er getið umsagnar Bjarneyjar Friðriksdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og er hér með tekið undir hana efnislega að því er varðar 1. gr. frumvarpsins. Annað mál er, að undirrituð mundi vilja orða ákvæðið öðru vísi, sér ekki ástæðu til að skylda menn utan trúfélaga til að greiða ekki gjöld til Háskóla Íslands né annarra
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum og lögreglulögum

MRSÍ telur þetta ákvæði andstætt bæði tjáningarfrelsisákvæðum og persónu frelsisákvæðum stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, svo og Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Að mati MRSÍ er of langt gengið að heimila slíkar takmarkanir þessara mikilvægu réttinda vegna hugsanlegra óspekta; þar er farið út fyrir þann ramma takmarkana, sem ofangreind ákvæði heimila.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um talsmann útlendinga á Íslandi

Mannréttindaskrifstofu Íslands – MRSÍ - hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um talsmann útlendinga á Íslandi, lögð fram á 127. löggjafarþingi, 2001 – 2002, 52 mál. Gert var ráð fyrir að umsögn þessi bærist fyrir 15. mars en vegna ferðar undirritaðrar erlendis var ekki unnt að koma henni í tæka tíð. Brýnt þykir þó að fram komi afstaða MRSÍ til máls þessa.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála

Um 1. gr. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur, að 1. mgr. 5. gr. laganna sé fullnægjandi eins og hún er. Þegar er gert ráð fyrir heimild til fjölskipunar dóms þegar niðurstaða máls kann að velta á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi. Ætti að vera óþarft að kveða á um skyldu í því efni enda yrði slík skipan mála væntanlega afar kostnaðarsöm í framkvæmd vegna smæðar margra dómstóla á landsbyggðinni. Er það mat MRSÍ, að heppilegra væri að tryggja réttaröryggið í þessum tilvikum með því að rýmka áfrýjunarheimildir.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16