Eru einhver mannréttindi mikilvægari en önnur?

Öll mannréttindi ættu að vera jafn mikilvæg og engin ein réttindi eru öðrum fremri. Brot á mannréttindum hafa alltaf áhrif á önnur réttindi.

Öll mannréttindi eru ómissandi, ódeilanleg og samtvinnuð. Mannréttindi eru ódeilanleg á þann hátt að til dæmis efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi verða að vera metin til jafns við borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Mannréttindi eru samtvinnuð á þann hátt að erfitt er að gera grein fyrir ákveðnum réttindum í einangrun frá öðrum. Það er til dæmis erfitt að fjalla um réttinn til vinnu án þess að rétturinn til menntunar komi þar nærri. Þegar einstaklingur sveltur vegna fátæktar eða skorts, eða honum er mismunað vegna kynþáttar, litarhafts, kyns, trúar eða tungumáls, er ljóst að það er honum lítils virði að hafa rétt til þess að kjósa.

Það er því mikilvægt að líta á mannréttindi sem eina heild því innbyrðis hafa þau öll áhrif á hvert annað.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16