Skrifstofan stýrir The Human Rights Education Project (HREP) samstarfsverkefni Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórnar Hollands. Verkefnið samanstendur af þremur bókum og margmiðlunardiski. Fyrsti hluti verkefnisins er The Human Rights Reference Handbook, yfirlitsverk um mannréttindahugtök, dóma og hin alþjóðlegu kerfi sem stuðla að vernd mannréttinda. Annar hluti verkefnisins er Human Rights Instruments, samantekt samninga, alþjóðlegra yfirlýsinga og ýmissa skjala sem við koma mannréttindum. Þriðji hluti verkefnisins Universal and Regional Human Rights Protection; Cases and Commentaries, inniheldur dómaútdrætti og umfjöllun um ákvarðanir Mannréttindanefndar Sþ, Mannréttindadómstóls Evrópu, Ameríkudómstólsins og Afrísku Mannréttindanefndarinnar. Margmiðlunardiskurinn Human Rights Ideas, Concepts and Fora, inniheldur bækurnar þrjár auk samninga, dóma og ítarefnis.
Ritið er uppselt hjá skrifstofunni.
Í mars 2009 kom út áttunda útgáfa Human Rights Instruments og í apríl 2010 kom út fimmta útgáfa Human Rights Reference Handbook sem hefur m.a. verið notuð við kennslu í lagadeild Utrecht-háskóla undanfarin ár.