Funda- og félagafrelsi

Rétturinn til funda- og félagafrelsis á sér mörg andlit. Réttindin kveđa á um ađ einstaklingur geti gengiđ af frjálsum vilja og óhindrađur inn í félagasamtök. Til ţess ađ einstaklingur geti notiđ ţessara réttinda er mikilvćgt ađ félögin sjálf njóti frelsis frá stjórnvöldum, á ţann hátt ađ ţau skipti sér ekki af starfsemi samtakanna. Réttindi ţessi fela ţví í sér einstaklingsbundin réttindi sem og samfélagsleg réttindi.

Funda- og félagafrelsi byggir á sameiginlegum vilja, á ţann hátt ađ einstaklingur hefur einungis rétt til ţess ađ funda viđ einstaklinga sem eru fundinum samţykkir. Honum er ţví ekki heimilt ađ hafa samskipti viđ einstakling sem vill ekki hafa viđ hann samskipti.

Réttindin fela einnig í sér ađ einstaklingur hefur rétt til ţess ađ kjósa ađ hafa ekki samskipti viđ annađ fólk, ţađ er ţví ekki hćgt ađ neyđa fólk til ţess ađ taka ţátt í félagasamtökum, fyrir utan ţćr samkundur sem nauđsynlegar eru til ţess ađ lýđrćđisţjóđfélag fái ţrifist. Ţađ er t.d ekki hćgt ađ segja sig úr samfélaginu, ef einstaklingur óskar svo. Getur ţađ átt viđ atferli eins og ef einhver borgar ekki ţá skatta sem honum er skylt ađ borga af tekjum sínum, og ef einstaklingur t.d neitar ađ greiđa fyrir ferđ í strćtisvagni.

Verkfallsréttur er í nánu sambandi viđ félaga- og fundafrelsi. Verkfallsrétturinn er einn mikilvćgasti og áhrifaríkasti rétturinn sem verkalýđsfélög geta nýtt sér til ađ standa vörđ um réttindi sín. Verkfallsréttinn ţarf ţó ávallt ađ framkvćma í samrćmi viđ gildandi lög og reglur.

Funda- og félagafrelsi og íslenskur réttur

Fyrir áriđ 1995 voru ákvćđi stjórnarskrárinnar um funda- og félagafrelsi ađskilin. Međ 12. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995 voru ákvćđin felld saman í eina grein, 74. gr. stjórnarskrárinnar. Er efni og orđalag í meginatriđum ţađ sama fyrir utan breytingu á 2. mgr. 74. gr. Er ţar mćlt fyrir um ađ engan megi skylda til ađildar ađ félagi.

Fundafrelsi

4. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar er svo hljóđandi;

Rétt eiga menn á ađ safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt ađ vera viđstödd almennar samkomur. Banna má mannafundi undir berum himni ef uggvćnt ţykir ađ af ţeim leiđi óspektir.

Réttur til ađ stofna félög

Í 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar segir ađ menn eigi rétt á ađ stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, ţar međ talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án ţess ađ sćkja um leyfi til ţess. Ákvćđiđ kveđur einnig á um ađ ekki megi leysa félag upp af ráđstöfun stjórnvalds. Ţađ má ţó banna starfsemi félags um sinn sé starfsemin talin hafa ólöglegan tilgang, en höfđa verđur mál gegn ţví án ástćđulausrar tafar til ađ fá ţví slitiđ međ dómi.

Verkfallsréttur

Ákvćđi um verkfallsrétt stéttarfélaga og atvinnurekenda og félaga ţeirra til ađ gera verkbönn má finna í II. kafla laga nr. 80/1938. Er verkfallsrétturinn háđur vissum skilyrđum og takmörkunum samkvćmt lögum.

Réttur til ađ standa utan félaga

Međ stjórnskipunarlögum nr. 97/1995 var ákvćđi bćtt viđ félagafrelsisákvćđi stjórnarskrárinnar, sbr. 2. mgr. 74. gr., og hljóđar ţađ svo;

Engan má skylda til ađildar í félagi. Međ lögum má ţó kveđa á um slíka skyldu ef ţađ er nauđsynlegt til ađ félag geti sinnt lögmćltu hlutverki vegna almannahagsmuna eđa réttinda annarra.

Takmarkanir á félagafrelsi

Í 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar er réttur manna til ađ stofna félög háđur ţví eina skilyrđi ađ tilgangur félagsins sé löglegur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16