Hvað er átt við þegar talað er um að mannréttindi séu alþjóðleg?

Þar sem mannréttindi eiga uppruna sinn að rekja til mannlegrar virðingar allra einstaklinga þá verða þau að eiga við um alla, menn, konur og börn. Allir eiga að njóta mannréttinda án mismununar eins og á kynferði, kynþætti, litarhafti, trú, tungumáli, stjórnmálaskoðunum, þjóðerni, félagslegri stöðu og eignum. Mannréttindi eiga því við um alla einstaklinga í hvaða ríki sem er án tillits til ríkjandi stjórnarfars eða efnahagslegrar stöðu þess ríkis sem þeir búa í.

Þetta alþjóðlega eðli mannréttinda aðskilur þau frá þeim réttindum sem veitt eru á grundvelli ríkja í formi ríkisborgararéttar, eða á samfélagslegum grunni sem veitt eru sérstökum hópum, eins og fötluðum, samkynhneigðum, öldruðum o.s.frv.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16