Jafnréttisstofa var opnuð á Akureyri í september árið 2000. Stofan annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisstofa heyrir undir yfirstjórn félagsmálaráðherra.
Helstu störf Jafnréttisstofu er söfnun og miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum. Stofan gegnir líka þróunarstarfi, rannsóknum og fer jafnframt með eftirlit með löggjöf.
Hægt er að fá allar frekari upplýsingar á heimasíðu Jafnréttisstofu