Jafnréttisstofa

Jafnréttisstofa var opnuð á Akureyri í september árið 2000. Stofan annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Jafnréttisstofa heyrir undir yfirstjórn félagsmálaráðherra.

Helstu störf Jafnréttisstofu er söfnun og miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum. Stofan gegnir líka þróunarstarfi, rannsóknum og fer jafnframt með eftirlit með löggjöf.

Hægt er að fá allar frekari upplýsingar á heimasíðu Jafnréttisstofu

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16