Flýtilyklar
133. löggjafarþing 2006 - 2007
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM TILLÖGU TIL FRUMVARPS TIL LAGA UM JAFNA STÖÐU OG JAFNAN RÉTT KVENNA OG KARLA
15.08.2014
Frumvarp þetta miðar að því að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Því hlýtur Mannréttindaskrifstofa Íslands að fagna efni frumvarpsins og láta í ljós þá von að það nái fram að ganga því ljóst er að núgildandi jafnréttislög hafa ekki náð tilgangi sínum en þau hafa verið lítið notuð og þeim sársjaldan beitt.
Lesa meira
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM TILLÖGU TIL ÞINGSÁLYKTUNAR UM FULLGILDINGU SAMNINGS EVRÓPURÁÐSINS UM AÐGERÐIR GEGN MANSALI
15.08.2014
Þingsályktunartillagan kveður á um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Samningurinn miðar að aukinni vernd fyrir fórnarlömb mansals og því að sporna við mansali sem brýtur gróflega gegn mannréttindum og grundvallarfrelsi þolenda. Skrifstofan hefur um árabil hvatt stjórnvöld til að fullgilda Evrópusamning um aðgerðir gegn mansali og samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að sporna við skipulagðri, fjölþjóðlegri glæpastarfsemi ásamt viðaukum, sem undirritaður var 13. desember 2000. Sérstaklega hefur athygli verið vakin á samningunum í tengslum við árlegt alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem Mannréttindaskrifstofan hefur staðið að og í vinnu í tengslum við aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis.
Lesa meira
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM ÍSLENSKU FRIÐARGÆSLUNA OG ÞÁTTTÖKU HENNAR Í ALÞJÓÐLEGRI FRIÐARGÆSLU
15.08.2014
Frumvarp þetta miðar að því að renna styrkari stoðum undir þátttöku Íslands í friðargæslu á alþjóðavettvangi og kveða skýrt á í lögum um ýmis atriði sem til þeirrar starfsemi heyra, m.a. réttarstöðu friðargæsluliða, ábyrgð þeirra, réttindi og skyldur. Mannréttindaskrifstofan fagnar fyrirhugaðri löggjöf um þessa starfsemi í ljósi aukins umfangs íslensku friðargæslunnar og þeirrar stefnu stjórnvalda að Íslendingar taki í meira mæli á sig ábyrgð gagnvart umheiminum og alþjóðasamfélaginu.
Lesa meira
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTING Á LÖGUM UM ÍSLENSKAN RÍKISBORGARARÉTT (próf í íslensku)
15.08.2014
Frumvarp þetta er til þess fallið að skýra réttarstöðu þeirra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Því hlýtur Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) að fagna efni frumvarpsins og láta í ljós þá von að það nái fram að ganga ásamt því sem heitið er á stjórnvöld að gerast aðilar að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangslausa; samningi um að draga úr ríkisfangsleysi [Convention on the Reduction of Statelessness] sem samþykktur var 30. ágúst 1961 og samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs [Convention on the Status of Stateless Persons], sem samþykktur var 28. september 1954.
Lesa meira
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTINGU Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM, NR. 19/1940, BREYTINGU Á LÖGUM UM ÚTLENDINGA, NR. 96/2002, OG LÖGUM UM ATVINNURÉTTINDI ÚTLENDINGA, NR. 97/2002, MEÐ SÍÐARI BREYTINGUM (FÓRNARLAMBAVERND)
15.08.2014
Frumvarp þetta miðar að aukinni vernd fyrir fórnarlömb mansals og því að sporna við mansali sem brýtur gróflega gegn mannréttindum og grundvallarfrelsi þolenda. Því hlýtur Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) að fagna efni frumvarpsins og láta í ljós þá von að það nái fram að ganga ásamt því sem heitið er á stjórnvöld að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að sporna við skipulagðri, fjölþjóðlegri glæpastarfsemi ásamt viðaukum, sem undirritaður var 13. desember 2000 og samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali (ETS 197) sem undirritaður var 16. maí 2005
Lesa meira