Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna

Volker Turk

Árið 1993 var sett á laggirnar sérstakt embætti mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, er kallast High Commissioner for Human Rights – Volker Türk hefur gegnt því embætti síðan 17. október 2022 og er áttundi í röðinni til að gegna því en Michelle Bachelet hafði setið í embættinu síðan 1. september 2018.

Mannréttindafulltrúinn er skipaður af aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna með samþykki Allsherjarþingsins og heyrir í reynd undir þrjár stofnanir, þingið, efnahags- og félagsmálaráðið (ECOSOC) og aðalritarann. Með tilkomu þessa embættis var skrifstofan í Genf sett undir það og ákveðið, að fulltrúinn skyldi þjónusta allar eftirlits- og kærunefndirnar sem settar hafa verið á stofn á grundvelli alþjóðasamninganna.

Volker Türk hefur helgað löngum og farsælum ferli sínum til framgangs mannréttinda. Sérstaklega að alþjóðlegri vernd flóttafólks og ríkisfangslausra – sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu.

Áður en Türk tók við stöðu mannréttindafulltrúa var hann undirframkvæmdarstjóri stefnumála á Skrifstofu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þar sem hann samræmdi alþjóðlega stefnumótun. Türk skrifaði skýrsluna „Our Common Agenda“ sem seti fram sýn um hvernig megi leysa úr samofnum vandamálunum sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir – á grundvelli traust, samstöðu og mannréttinda. Í framhaldinu af henni og skýrsla aðalframkvæmdastjóra SÞ  „Call to Action for Human Rights” tryggði Türk samræmda og heildstæða eftirfylgni hjá Sameinuðu þjóðunum út frá niðurstöðum skýrslnanna. Fyrir þessi störf var hann aðstoðar aðalframkvæmdastjóri á sviði strategískrar samræmingar á Skrifstofu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (2019-2021).

Türk var aðstoðar framkvæmdarstjóri verndar hjá Flóttamannastofnun SÞ í Genf (2015-2019) og lék þar lykilhlutverk í mótun „Global Compact on Refugees“.

Á ferli sínum hefur hann gengt mörgum lykilstöðum hjá Flóttamannastofnun SÞ svo sem sem forstöðumaður Alþjóðlegs verndarsviðs (2009-2015); forstöðumaður samhæfingar, þróunar og stjórnunar (2009-2015); og skrifstofustjóri á Skrifstofu verndar og lagalegar ráðgjafar (2000-2004). Türk hefur einnig starfað á vegum Flóttamannastofnunar SÞ víðs vegar um heiminn, t.d. sem fulltrúi til Malasíu; aðstoðar sendifulltrúi í bæði Kósóvó og í Bosníu og Hersegóvínu; samhæfingarstjóri verndar í Austur Kongó; og í Kúveit.

Türk er með doktorsgráðu í alþjóðarétti frá Háskólanum í Vín og mastersgráður í lögfræði frá Háskólanum í Linz í Austurríki. Fræðilegar greinar eftir hann hafa verið birtar víða og hefur sérstaklega skrifað um alþjóðalög er viðkoma flóttafólki og mannréttindum. Hann er talar bæði ensku og frönsku og hefur þekkingu á spænsku.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16