Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur haldið skrá yfir félagasamtök á Íslandi sem eru áhugasöm um að starfa með öðrum félagasamtökum erlendis. Skráin hefur verið á excel skjali sem er hér á heimasíðunni og er bæði á ensku og íslensku. Vonumst við til þess að mögulega í framtíðinni getum við verið með rafrænan gagnagrunn.
Listann á ensku má finna hér.
Norsku samtökin Norwegian Helsinki Foundation standa að gagnagrunni þar sem að norsk og nú íslensk félagasamtök sem áhugasöm eru um samstarf í tengslum við Uppbyggingarsjóð EES geta skráð sig. Hvetjum við alla áhugasama til að skrá sig þar inn en einnig að senda okkur upplýsingar (ef það hefur ekki verið gert nú þegar) þar sem að við fáum oft fyrirspurnir beint til okkar sem að við áframsendum.
Vefslóðin á gagnagrunninn er http://www.ngonorway.org/