Flýtilyklar
Umsagnir til annarra en Alþingis
Athugasemdir Mannréttindaskrifstofu Íslands; drög að lagafrumvarpi um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni
07.01.2015
MRSÍ telur frumvarpið vel unnið og að það taki á mörgum af þeim álitefnum sem snerta staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.
MRSÍ telur þó að ekki hafi farið fram nægilega mikil og heildstæð umræða um staðgöngumæðrun í samfélaginu áður en ráðist var í það að skipa starfshóp sem ætlað var að semja frumvarp sem heimilar hana.
Lesa meira
Athugasemdir Mannréttindaskrifstofu Íslands; drög að lagafrumvarpi til breytinga á ýmsum ákvæðum réttarfarslaga
13.10.2014
MRSÍ telur að ýmislegt sem lagt er til í frumvarpsdrögunum sé jákvætt og stuðli að auknu aðhaldi fyrir dómstóla. Má þar nefna samræmdar reglur um skráningu og birtingu dóma, einföldun aðkomu matsmanna sem leiðir væntanlega til lægri kostnaðar og þá breytingu að allar skýrslutökur af brotaþola undir 15 ára eigi að fara fram í sérútbúnu húsnæði til þess, sbr. 17. gr. frumvarpsdraganna.
Lesa meira
Athugasemdir Mannréttindaskrifstofu Íslands; drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15 -18 ára.
13.10.2014
MRSÍ fagnar því að nú eftir að íslensk stjórnvöld lögfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé afplánun ungra fanga nú komin í það horf sem samræmist samningnum. Enn fremur telur MRSÍ jákvætt að sett sé reglugerð til þess að útlista nánar hvernig afplánunin skuli framkvæmd.
Lesa meira
Athugasemdir Mannréttindaskrifstofu Íslands; drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.
13.10.2014
MRSÍ fagnar því að með breytingunum verður skýrt kveðið á um að Ríkislögreglustjóri skuli bregðast við athugasemdum og tillögum Persónuverndar þegar í stað og er þannig aukið á heimild Persónuverndar til að knýja fram úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar.
Lesa meira
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTING Á LÖGUM UM ÚTLENDINGA
14.08.2014
Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á ákvæðum laganna um meðferð umsókna um hæli, viðbótarvernd, dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals o.fl.
Lesa meira
Athugasemdir Mannréttindaskrifstofu Íslands; drög að þremur frumvörpum til laga á sviði jafnréttismála.
03.03.2014
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur ákveðið að taka til umsagnar drög að þremur frumvörpum til laga á sviði jafnréttismála. MRSÍ hefur áður skilað inn athugasemdum til velferðarráðuneytisins vegna fjögurra frumvarpsdraga um sömu mál og byggir eftirfarandi umsögn á henni.
Lesa meira
Athugasemdir MRSÍ; drög að fjórum frumvörpum til laga á sviði jafnréttismála.
20.08.2013
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hafa borist til umsagnar drög að fjórum frumvörpum til laga á sviði jafnréttismála. Þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, s.s. aukin réttindi kvenna og samkynhneigðra, þá er enn margt óunnið og ýmsir samfélagshópar eiga enn undir högg að sækja án þess að geta sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. MRSÍ hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla aðrar tegundir jafnréttis en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breyting u á lögum um skráð trúfélög
14.11.2011
Markmið frumvarpsins er að jafna stöðu lífskoðunarfélaga á við skráð trúfélög og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum lífsskoðunarfélaga á við skráð trúfélög og jafna þannig stöðu umræddra félaga á öllum sviðum samfélagsins.
Lesa meira
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTING Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM, NR. 19 12. FEBRÚAR 1940 (KYNFERÐISBROT)
13.03.2006
Mannréttindaskrifstofan fagnar efni frumvarpsins en hér er stigið mikilvægt skref í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi.
Lesa meira