Hvaða skyldum ber ríkjum að gegna eftir að þau hafa samþykkt mannréttindasamninga á alþjóðlegum vettvangi?

Þegar ríki hefur undirritað alþjóðlegan samning um mannréttindi þá ber því að fara eftir þeim ákvæðum sem finna má í samningnum. Ríkið er skylt til að vernda mannréttindi einstaklinganna sem búa innan lögsögu þess.

Þær skyldur sem samningarnir leggja á ríki eru mismunandi eftir því hvaða samningur á við. Almennt fela samningarnir í sér að ríki virði mannréttindi allra sem búa undir lögsögu þess og ber því að vernda einstaklinga fyrir mannréttindabrotum af höndum þriðja aðila. Jafnframt ber ríkinu að fylgja eftir ákvæðum samningsins til þess að ganga úr skugga um að einstaklingar og hópar búi við þau mannréttindi sem þeir hafa rétt til þess að njóta.

Til þess að virða mannréttindi er mikilvægt að ekki séu höfð afskipti af réttindum annarra og ekki má reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar eða hópar njóti réttinda sinna. Ríki ættu því til dæmis aldrei að takmarka réttindi einstaklinga til þess að kjósa eða til þess að mynda samtök.

Til þess að vernda mannréttindi þurfa ríki að koma í veg fyrir að utanaðkomandi þriðji aðili hafi afskipti af mennréttindum annarra. Til dæmis þurfa ríki að tryggja gott aðgengi að menntun svo að foreldrar og vinnuveitendur hindri ekki stúlkur í að sækja menntun sína.

Til þess að ganga úr skugga um að einstaklingar fái að njóta mannréttinda þurfa ríki að taka þátt í starfsemi sem eykur líkurnar á að fólk sé hæft til að mæta þörfum sínum. Aðgerðir sem þessar fela til dæmis í sér aðgengilegt og öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og aðgengi að félagslegri þjónustu og aðstoð. Ríkið þarf því að tryggja að innan þess sé að finna grundvöll að því að einstaklingar fái mannréttinda sinna notið.

Alþjóðamannréttindasamningar taka þó tillit til þeirra takmarkana sem geta mætt ríki þegar það framkvæmir ákvæði samningsins. Til dæmis tekur alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi tillit til þess að ríki geta ekki alltaf veitt þau réttindi sem samningurinn kveður á um, eins og réttindi til þess að hafa aðgang að vatni. Þrátt fyrir þetta verða ríki að tryggja að markvisst sé unnið að því að tryggja mannréttindi þeirra einstaklinga sem þar búa.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16