134. löggjafarþing 2007

UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM BREYTING Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM, NR. 19 12. FEBRÚAR 1940, MEÐ SÍÐARI BREYTINGUM (UPPTAKA, HRYÐJUVERK, SKIPULÖGÐ BROTASTARFSEMI, MANSAL OG PENINGAÞVÆTTI)

Frumvarpið leggur til annars vegar að gerðar verði breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um hryðjuverk, peningaþvætti og mansal. Hins vegar er lagt til að lögfestur verði nýr kafli um upptöku eigna auk nýs ákvæðis um skipulagða brotastarfsemi. Í athugasemdum við frumvarpið segir að fyrirliggjandi endurskoðun sé gerð með það í huga að fært sé í fyrsta lagi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi (Palermó-samningur) frá 15. nóvember 2000 og bókun um að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn, og í öðru lagi að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt sé að fullgilda Evrópuráðssamning um varnir gegn hryðjuverkum og Evrópuráðssamning um aðgerðir gegn mansali sem báðir eru frá 3. maí 2005.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16