Umsagnir um frumvörp til laga, þingsályktunartillögur o.fl.

Umsagnir um frumvörp til laga og þingsályktunartillögur frá Alþingi ásamt drögum að lagafrumvörpum og reglugerðum frá ráðuneytunum er varða mannréttindi eru meðal reglulegra verkefna skrifstofunnar og eru þær ætíð unnar með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda. Viðamestar þeirra umsagna sem gerðar hafa verið voru um breytingar á stjórnarskránni 1994/5, gagnagrunnsfrumvarpið, drög að frumvarpi um réttindi útlendinga, fullnustufrumvarpið og tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16