Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir innflytjendur

Mannréttindaskrifstofa Íslands lokar frá og með 1. maí þegar Mannréttindastofnun Íslands tekur til starfa. 

Uppbókað er í alla tíma í lögfræðiráðgjöfinni fram að því. 

Ef þú vilt fara á biðlista eftir tíma þá geturðu skráð þig á biðlista hér. Vinsamlegast athugið þó að litlar líkur eru á að við náum að koma þér að á meðan þjónustan er enn hjá MRSÍ. Við munum óska eftir því að sá aðili sem tekur við þjónustunni hafi samband við fólk á biðlista og bjóði því tíma. 

Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur er rekin á grundvelli samnings við stjórnvöld og verður þjónustan áfram í boði þó ekki sé enn ljóst hver taki hana yfir eða hvenær verður aftur hægt að bóka tíma. Þessi tilkynning verður uppfærð þegar þær upplýsingar liggja fyrir.   

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16