Mannréttindaskrifstofa Íslands lokar frá og með 1. maí þegar Mannréttindastofnun Íslands tekur til starfa.
Uppbókað er í alla tíma í lögfræðiráðgjöfinni fram að því.
Ef þú vilt fara á biðlista eftir tíma þá geturðu skráð þig á biðlista hér. Vinsamlegast athugið þó að litlar líkur eru á að við náum að koma þér að á meðan þjónustan er enn hjá MRSÍ. Við munum óska eftir því að sá aðili sem tekur við þjónustunni hafi samband við fólk á biðlista og bjóði því tíma.
Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur er rekin á grundvelli samnings við stjórnvöld og verður þjónustan áfram í boði þó ekki sé enn ljóst hver taki hana yfir eða hvenær verður aftur hægt að bóka tíma. Þessi tilkynning verður uppfærð þegar þær upplýsingar liggja fyrir.