Panta má bækur með því að senda tölvupóst með nafni, heimilisfangi og símanúmeri á info@humanrights.is. Greiðið síðan verð bókarinnar inn á reikning 06563 í banka 101 hb 26. Þegar kvittun hefur borist skrifstofunni verða bækurnar sendar til viðtakanda sem greiðir sendingarkostnaðinn. Einnig má nálgast bækurnar á Mannréttindaskrifstofunni alla virka daga milli klukkan 9 og 5.
Human Rights in Development Yearbook, Nordic Human Rights Publications, Oslo
Allt frá árinu 1994.
Mannréttindaskrifstofan á einnig aðild að útgáfu Human Rights in Development Yearbook, er fjallar um strauma og stefnur í mannréttindamálum í þróunarlöndum. Auk Mannréttindaskrifstofunnar standa að ritinu Christian Michelsen stofnunin í, Bergen; Danska Mannréttindastofnunin; the Ludwig Boltzmann stofnunin í Vín; Hollenska mannréttindastofnunin í Utrecht; Norska mannréttindastofnunin í Osló og Raoul Wallenberg stofnunin í Lundi.
Verð:
kr. 5000.-
The Universal Declaration of Human Rights - A Common Standard of Achievement
e. Alfredsson, Gudmundur ; Eide, Asbjørn (eds.), Hag, 1999.
Á afmælisári Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna stóðu Norrænu skrifstofurnar sameiginlega að útgáfu bókarinnar The Universal Declaration of Human Rights - A Common Standard of Achievement, sem í er umfjöllun um hverja einstaka grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Ritstjórar voru Guðmundur Alfreðsson og Asbjörn Eide, sem báðir voru einnig meðal höfunda. Aðrir Íslendingar meðal höfunda eru; Ágúst Þór Árnason, Gunnar G. Schram., Jakob Th. Möller, Páll Þórhallsson og Ragnar Aðalsteinsson.
Verð:
Kr. 6000.-
Economic, Social and Cultural Rights: A Textbook, Second Revised Edition.
Edited by Asbjørn Eide, Catarina Krause, and Allan Rosas. Kluwer Law International, Hag, 2001.
Verð:
Kr. 7000.-
Nordic Journal of Human Rights
Mannréttindaskrifstofan á einnig aðild að útgáfu Nordic Journal of Human Rights, áður Mennesker og rettigheter, sem er eina sérhæfða ritið um mannréttindi á Norðurlöndum. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu eða kaupa það hjá Universitetsforlaget í Osló.