Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa gefið út þrjú fræðslumyndbönd um mannréttindi á sex tungumálum (íslensku, ensku, pólsku, spænsku, persnesku og arabísku). Myndböndin þrjú fjalla um jafnrétti, réttindi á vinnumarkaði og réttindi barna.
Markmiðið með myndböndunum er að veita flóttafólki og öðrum innflytjendum gagnlegar grunnupplýsingar um réttindi í þessum þremur málaflokkum í tengslum við íslenskt samfélag.
Myndböndin eru hluti verkefnis Mannréttindaskrifstofu Íslands um gerð fræðsluefnis fyrir flóttamenn og innflytjendur út frá sjónarhóli mannréttinda og verkefnis Íslandsdeildar Amnesty International Gagnkvæm aðlögun flóttafólks.