Flýtilyklar
140. löggjafarþing 2011 - 2012
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda
13.08.2014
Markmið laganna er að tryggja einstaklingum með kynáttunarvanda jafna stöðu fyrir lögum á við aðra í samræmi við mannréttindi og mannhelgi. Frumvarpið var samið af nefnd um réttarstöðu transfólks sem skipuð var að velferðarráðherra og sat fulltrúi Mannréttindaskrifstofu Íslands í þeirri nefnd. Mannréttindaskrifstofa hvetur stjórnvöld eindregið til að samþykkja frumvarpið svo réttindi transfólks verði tryggð til jafns við aðra.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi
13.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar ofangreind tillaga til þingsályktunar um að fela innanríkisráðherra að undirbúa heildstæða aðgerðaáætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi auk þess að fela fjármálaráðherra að tryggja tiltekna fjárveitingu til rannsókna og aðgerða gegn slíkri brotastarfsemi, einkum mansali og eftir atvikum vændi.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um fjölmiðla
13.08.2014
Með frumvarpinu verða sett ein heildstæð lög sem gilda um starfsemi allra fjölmiðla á Íslandi, en umrætt frumvarp er nú lagt fram í þriðja sinn.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um ætlað samþykki við líffæragjafir
13.08.2014
Með tillögunni er leitast við að breyta núverandi fyrirkomulagi um samþykki við líffæragjafir með þeim hætti að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki líffæragjafa fremur en ætlaðri neitun. Tilgangur breytinganna er að fjölga líffæragjöfum svo unnt verði að bjarga fleiri sjúklingum sem nauðsynlega þurfa á líffæragjöf að halda. Þar að auki er leitast við að auðvelda aðstandendum hugsanlegra líffæragjafa ákvarðanatöku um líffæragjöf í þeim tilvikum sem óvissa ríkir um afstöðu hins látna það að lútandi.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (eignaupptaka án sakfellingar).
13.08.2014
Með frumvarpinu er leitast við að sporna gegn ólögmætri auðgun með því að lögfesta heimild til eignaupptöku verðmæta sem hafa komið til vegna ólögmætra aðgerða, án þess að sakfelling liggi fyrir eða dómur um refsiverða háttsemi.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum (auknar rannsóknarheimildir lögreglu).
08.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála sem veitir lögreglu rýmri rannsóknarheimildir til að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi.
Mannréttindaskrifstofan telur slíkt frumvarp geta falið í sér talsverðar umbætur við rannsóknir lögreglu og verið mikilvæg í baráttu hennar gegn hvers konar skipulagðri glæpastarfsemi. Mannréttindaskrifstofan vill þó árétta að með því að veita lögreglu slíkar heimildir er verið að takmarka um leið frelsi einstaklingsins til einkalífs og heimilis, þar sem að lögreglu verður gert kleift að hefja rannsóknir og eftirlit með aðilum án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um tiltekið afbrot sem framið hefur verið.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um breytingu á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999 með síðari breytingum (lífsskoðunarfélög, aðild barna að skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum o.fl.)
08.08.2014
Markmið frumvarpsins er að jafna stöðu lífskoðunarfélaga á við skráð trúfélög og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum lífsskoðunarfélaga á við skráð trúfélög og jafna þannig stöðu umræddra félaga á öllum sviðum samfélagsins
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um málefni innflytjenda
08.08.2014
Með frumvarpinu er aðallega verið að lögfesta tilurð og starfsemi Fjölmenningarseturs og innflytjendaráðs sem þegar hafa unnið að málefnum
innflytjenda um árabil. Markmið frumvarpsins er að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna og sjá til þess að tekið verði tillit til hagsmuna og skoðana innflytjenda við ákvarðanatökur innan stjórnsýslunnar í málefnum sem þá varða.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003
08.08.2014
MRSÍ er þeirrar skoðunar að frumvarpið í heild sinni sé til þess fallið að bæta stöðu og rétt barna við erfiðar aðstæður eins og skilnað eða sambúðarslit foreldra. Það er sérstaklega jákvætt að frumvarpið veiti börnum aukinn rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og að taka skuli tillit til þess í ljósi meginreglunnar um að hvað sé barni fyrir bestu skuli ávallt ráða.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun og frumvarp til almennra hegningarlaga (varnir gegn kynferðislegri misnotkun
08.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun ásamt frumvarpi til breytinga á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. MRSÍ fagnar því að til stendur hjá stjórnvöldum að fullgilda samninginn sem er til þess fallinn að bæta réttarvernd barna sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun.
Lesa meira