Flýtilyklar
139. löggjafarþing 2010 - 2011
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á gjafsóknarákvæði laga um meðferð einkamála. Með frumvarpinu á að færa ákvæðið til síns upprunalega forms og rýmka þau tilfelli þar sem gjafsókn getur átt við.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, með síðari breytingum (mansal)
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. Markmið frumvarpsins er að hækka refsiramma mansalsákvæði 227. gr. a í hegningarlögunum úr 8 árum í 12 ár einnig er lagt til að ákvæðinu sé breytt á þann veg að það tæmi ekki sök gagnvart brotum á 2.mgr. 226. gr. laganna heldur sé mögulegt að refsa fyrir brot á því ákvæði samhliða
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (forsjá og umgengni)
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á barnalögum. Markmið frumvarpsins er að bæta ákvæði gildandi laga er varða forsjá og umgengni og styrkja réttarvernd barna.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist ofangreint lagafrumvarp til umsagnar. Svo sem í athugasemdum með frumvarpinu greinir, eru fyrirhugaðar breytingar fyrst og fremst gerðar í hagræðingar og samræmingarskyni.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint lagafrumvarp. Markið frumvarpsins er, líkt og kemur fram í greinagerð með því, að styrkja réttarstöðu brotaþola og þá sérstaklega þeirra sem eru þolendur heimilisofbeldis. Í frumvarpinu eru reglur um nálgunarbann útfærðar mun ítarlegar en í lögum 122/2008, um nálgunarbann ásamt því að sett eru fram ákvæði um brottvísun einstaklings af heimili eða dvalarstað sínum sé það öðrum heimilismönnum hans fyrir bestu.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint lagafrumvarp um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Tilgangur frumvarpsins samkvæmt greinargerð er að gera fötluðum einstaklingum auðveldara að gæta réttar síns og leita úrræða sé á þeim brotið.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til upplýsingalaga
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til upplýsingalaga. Upplýsingalögin frá 1997 hafa verið endurskoðuð og er þetta frumvarp niðurstaða starfshópsins. Með lögunum er m.a. upplýsingaréttur almennings einfaldaður, upplýsingaskyldan útvíkkuð og markmið laganna skilgreint með þeim hætti að þeim sé ætlað að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994, með síðari breytingum
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Með breytingunum er komið til móts við þarfir þeirra sem að þurfa að halda leiðsögu- eða hjálparhunda og þeim gert kleift að halda þá í fjöleignarhúsum án þess að sérstakt samþykki annarra liggi fyrir. Einnig eru staðfestar ríkjandi meginreglur varðandi hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um rannsóknarnefndir
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um rannsóknarnefndir. Með frumvarpinu verða sett almenn lög um rannsóknarnefndir og málsmeðferð fyrir þeim, en með hugtakinu rannsóknarnefnd er átt við sérstaklega skipaða rannsóknarnefnd sem falið er að rannsaka tiltekin málsatvik í mikilvægum málum sem almenning varða og tengjast meðferð opinbers valds.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind tillaga um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Er þetta fimmta framkvæmdaáætlun íslenskra ríkisstjórna til að ná fram jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á Íslandi.
Lesa meira