Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna er talsmaður barna og unglinga. Í því felst að umboðsmaðurinn kemur réttinda- og hagsmunamálum barna og unglinga á framfæri við opinbera aðila sem og einkaaðila. Umboðsmaðurinn vinnur almennt að réttinda- og hagsmunamálum barna og unglinga. Hann hefur ekki heimild til að hafa afskipti af vandamálum einstakra barna, en með slík mál fara aðrir, t.d. barnaverndarnefndir. Umboðsmaðurinn, eða starfsmenn hans, leiðbeinir hverjum þeim sem á skrifstofu hans leitar um hvert hægt er að snúa sér til að fá aðstoð við lausn vandamála.

Embætti umboðsmanns barna var sett á fót 1. janúar árið 1995.

Allar helstu upplýsingar um starfsemi embættisins má finna á heimasíðu þess.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16