132. löggjafarþing 2005 - 2006

UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTING Á LÖGREGLULÖGUM, OG LÖGUM UM FRAMKVÆMDARVALD RÍKISINS Í HÉRAÐI

Mannréttindaskrifstofan tekur ekki afstöðu til breytinga á umdæmum og sameiningu lögregluliða en telur jákvætt að starfræktar verði sérstakar rannsóknardeildir alls staðar á landinu sem hafi sérþekkingu til að sinna rannsóknum flókinna sakamála. Aukin sérþekking innan lögreglunnar stuðlar að auknu réttaröryggi borgaranna.
Lesa meira

UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTINGU Á LÖGUM UM MEÐFERÐ OPINBERRA MÁLA OG ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM (BROTTVÍSUN OG HEIMSÓKNARBANN)

Fyrirliggjandi frumvarp er í samræmi við tilmæli alþjóðlegra eftirlitsstofnana á sviði mannréttinda og lagabreytingarnar til þess fallnar að auka réttarvernd kvenna og barna. Sérstök athygli er vakin á tilmælum þings Evrópuráðsins en þar lögð til lagaheimild til brottflutnings að ofbeldismanns af heimili. Verði frumvarp þetta að lögum er komið í veg fyrir þær afkáralegu aðstæður sem skapast við heimilisofbeldi þar sem fórnarlambið neyðist í flestum tilvikum til að yfirgefa heimilið en ekki ofbeldismaðurinn.
Lesa meira

UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTING Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM, NR. 19 12. FEBRÚAR 1940 (HEIMILISOFBELDI)

Frumvarpið kveður á um viðbót við 70. gr. þannig að náin tengsl geranda við brotaþola, sem þyki auka á grófleika verknaðar, geti leitt til þyngingar refsingu. Þá er nýrri grein bætt við hegningarlög: ,,Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum”, brot gegn ákvæðinu sæta opinberri ákæru.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun)

Mannréttindaskrifstofan fagnar efni frumvarpsins en með því skipa íslensk stjórnvöld sér í framvarðasveit á heimsvísu í tryggingu réttinda samkynhneigðra; verði frumvarpið að lögum er jöfn er staða samkynhneigðra og gagnkynhneigðra borgara í samfélaginu og í fjölskyldulífi viðurkennd.
Lesa meira

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi

Í athugasemdum við frumvarpið segir að með því sé ætlunin að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um Schengen-upplýsingakerfið í Íslandi í samræmi við fjórar gerðir Evrópusambandsins, þ. á m. tvær sem kveða á um efnisbreytingar á Schengen-samningnum, meðal annars vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum. Hér ber í upphafi að leggja áherslu á mikilvægi þess að tryggt sé að hvers kyns aðgerðir sem ætlað er að sporna gegn hryðjuverkastarfsemi samræmist mannrétttindareglum sem Ísland hefur undirgengist.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16