131. löggjafarþing 2004 - 2005

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um fórnarlamba- og vitnavern

Frumvarp þetta miðar að aukinni vernd fyrir fórnarlömb mansals og því að sporna við mansali. Því hlýtur Mannréttindaskrifstofa Íslands að fagna efni frumvarpsins og láta í ljós þá von að það nái fram að ganga ásamt því sem heitið er á stjórnvöld að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að sporna við skipulagðri, fjölþjóðlegri glæpastarfsemi ásamt viðaukum, sem undirritaður var 13. desember 2000.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingar á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994, með síðari breytingum (14. samningsviðauki)

Í greinargerð kemur fram að helsti tilgangur samningsviðauka nr. 14 sé að auka skilvirkni mannréttindadómstóls Evrópu svo markmiðum sáttmálans um vernd mannréttinda verði náð.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingar á almennnum hegningarlögum, nr. 19/1940, (bann við limlestingu á kynfærum kvenna)

Frumvarp þetta miðar að því að lögfesta bann við limlestingu á kynfærum kvenna og að setja viðurlög við slíkum verknaði.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um fullnustu refsinga.

Á síðasta þingi var einnig lagt fram frumvarp til laga um fullnustu refsinga. Mannréttindaskrifstofa Íslands sendi allsherjarnefnd Alþingis umsögn sína en skrifstofan taldi margt í frumvarpinu krefjast nánari skoðunar. Það er þeim sem láta sig málið varða efnislega gleðiefni að margt hefur í þessu nýja frumvarpi verið fært til betri vegar. Í greinargerð segir að frumvarpið miði að því að gera gildandi reglur um fullnustu refsinga skýrari og að styrkja lagastoð ýmissa ákvæða, ásamt því að leggja til nýmæli í fullnustulöggjöfinni.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16