Eftirlitsstofnanir

Innlendar eftirlitsstofnanir

Á Íslandi er ekki að finna sterkt kerfi stofnana sem hefur eftirlit með að mannréttindi séu virt. Hér á landi starfa í raun þrjár opinberar stofnanir sem sinna mannréttindum auk trúnaðarmanns fatlaðra. Ekki er að finna hér á landi þjóðbundna mannréttindastofnun sem sinnir mannréttindum á heildstæðan hátt þó Mannréttindaskrifstofa Íslands hafi undanfarin ár gegnt hlutverki slíkrar stofnunar með fulltingi stjórnvalda.

Erlendar eftirlitsstofnanir

Stjórnvöldum í hverju landi ber skylda til að framfylgja skuldbindingum sem þau hafa undirgengist með aðild að alþjóðlegum mannréttindasamningum. Staðreyndin er þó sú að um allan heim eru mannréttindi virt að vettugi. Flestir mannréttindasamningar kveða á um einhvers konar eftirlit sem hefur það að markmiði að aðstoða aðildarríki við að framfylgja ákvæðum samninganna. Þetta eftirlit er gjarnan falið alþjóðastofnunum og er í formi kæruleiða, umfjöllun ríkjaskýrslna og rannsóknarvinnu, sem byggir ýmist á samningsskuldbindingum eða ályktunarreglum. Þar að auki setja opinberar umræður, ráðleggingar, leiðbeiningar, tækniaðstoð og framlög félagasamtaka mikinn svip á eftirlitsferlið.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16