Flýtilyklar
141. löggjafarþing 2012 - 2013
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um útlendinga
08.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar, en því er ætlað að koma í stað núgildandi laga um útlendinga. Byggir frumvarpið m.a. á skýrslu nefndar um málefni útlendinga utan EFTA og EES, en nefndinni var gert að hafa það að leiðarljósi að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning.
08.08.2014
Frumvarpinu er ætlað að styrkja stöðu aldraðra og þeirra sem búa við skerta starfsgetu m.a. með því að gera lög um lífeyrisréttindi almannatrygginga og tengdar greiðslur einfaldari og skýrari en þau eru í dag.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar (frítekjumark lífeyris)
08.08.2014
Markmið frumvarpsins er að snúa við þeim breytingum sem gerðar voru á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með lögum nr. 70/2009, á þann hátt að réttarstaða hlutaðeigandi aðila verði sú sama og hún var fyrir þær breytingar.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (stefnandi faðernismáls).
08.08.2014
Markmið frumvarpsins er að fella niður þá takmörkun sem nú er að finna í 1. mgr. 10. gr. barnalaga um að faðir geti ekki verið stefnandi í faðernismáli nema barn sé ófeðrað.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (öryggisráðstafanir o.fl.)
08.08.2014
Meginmarkmið frumvarpsins er að skerpa ákvæði almennra hegningarlaga um öryggisráðstafanir vegna þeirra sem fremja afbrot en ekki er unnt að beita refsingu vegna nánar tilgreindra ástæðna. Þá er leitast við að færa orðalag gildandi ákvæða um öryggisráðstafanir í nútímalegra horf og gera inntak þeirra skýrara og fyllra en verið hefur. Með því móti er ætlunin að auka gegnsæi lagareglna um öryggisráðstafanir og gera beitingu þeirra fyrirsjáanlegri.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum.
08.08.2014
MRSÍ fagnar tillögunni sem löngu tímabærri og ítrekar að varðveisla og vernd allra þjóðernishópa og menningar þeirra er hluti af því að stuðla að eflingu mannréttinda í heiminum, efla baráttu gegn fordómum og því að auka virðingu fyrir fjölbreytileika jarðarbúa, menningu og tungumálum. Því styður MRSÍ þessa þingsályktunartillögu heilshugar, því stjórnvöld eiga að grípa hvert tækifæri sem gefst til þess að berjast fyrir mannréttindum, ekki aðeins borgara sinna heldur allra jarðarbúa.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 (eignarhaldsreglur og endurbætur)
08.08.2014
MRSÍ hefur einkum beint sjónum sínum að þeim breytingum er snerta ákvæði 26. og 27. gr. laganna, en okkar breytingar á þeim ákvæðum eru lagðar til í 8. og 9. gr. frumvarpsins. Þeim breytingum er einkum ætlað að auka vernd mannréttinda og gera ákvæðin skýrari og skilmerkilegri.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum í fjölskyldu- og öðrum trúnaðarsamböndum)
08.08.2014
Markmið frumvarpsins er að gera ákvæði 200. – 202. gr. almennra hegningarlaga skýrari og í samræmi við réttarframkvæmd á þessu sviði.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020
08.08.2014
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur ákveðið að senda eftirfarandi umsögn um ofangreinda þingsályktunartillögu.
MRSÍ fagnar tillögunni og telur það ætíð af hinu góða að ríkið setji sér ákveðnar stefnur til þess að vinna betur að ákveðnum málaflokkum. Það er þó mikilvægt að slíkar stefnur séu kynntar vel bæði þeim sem koma til með að vinna að málefnum þeim tengdum sem og almenningi öllum.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til næstu sveitastjórnarkosninga 2014
08.08.2014
Með tillögunni er lögð fram framkvæmdaáætlun í barnavernd sem ætlað er að gilda fram til næstu sveitarstjórnarkosninga sem verða 2014. Í áætluninni er að finna nokkrar aðgerðir sem ætlaðar eru til þess að stuðla að eflingu barnaverndarstarfs í landinu.
Lesa meira