Rannsóknir

Rannsóknir

Hér verða birtar niðurstöður sérstakra rannsókna sem unnin eru af eða á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Lesa meira

Könnun um viðhorf til mismununar

Í september endurtók MRSÍ könnun sem fyrst var gerð árið 2009 í samstarfi við velferðarráðuneytið (þá félags- og tryggingamálaráðuneyti). Könnunin snýst um að kanna viðhorf til ýmissa þjóðfélagshópa sem hætt er við að sæti mismunun en hún var styrkt af PROGRESS áætlun ESB og framkvæmd af Capacent Gallup. Könnunin greindi mismunun út frá sex forsendum. Það eru kynferði, fötlun, kynhneigð, trú, aldur og uppruni/kynþáttur. Athugað var hvort viðhorf almennings til framangreindra hópa hafi breyst á þessum þremur árum.
Lesa meira

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Rannsóknin sem skýrsla þessi byggir á veitir upplýsingar um fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna. Við og við heyrast sögusagnir þess eðlis að foreldri telji sig hafa verið blekkt til að skrifa undir samning sem afsalar því forsjá vegna skorts á íslenskukunnáttu eða að barn sé notað sem vopn í skilnaðardeilum fólks í samböndum einstaklinga af íslenskum uppruna og erlendum.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16