Fátækt er ekki eingöngu skortur á efnahagslegum gæðum, eignum, sparifé og atvinnuleysi. Fátækt felur einnig í sér skort á líkamlegum og félagslegum gæðum líkt og andlegri og líkamlegri heilsu, frelsi frá ótta og ofbeldi, félaglegri tileinkun, menningarlegri sjálfsmynd, skipulagshæfileikum, tækifærum til þess að hafa áhrif á stjórnmál og tækifærum til þess að lifa með mannlegri reisn og virðugleika.
Mannréttindabrot geta í senn verið bæði orsök og afleiðing fátæktar. Helstu stefnumarkmið þróunaráætlana er að minnka eða útrýma fátækt og þau markmið grundvallast einmitt á mannréttindum.
Mannréttindi gera kröfu um að í aðgerðum sem framkvæmdar eru til þess að draga úr fátækt sé farið eftir eftirfarandi markmiðum;
-
Að koma auga á hvar hjálpar er mest þörf og í kjölfarið þurfa aðgerðir að miða að því að bættum hag þeirra allra fátækustu sé veittur forgangur.
-
Að greina rætur vandans og hvaðan mismunun sprettur.
-
Að ganga úr skugga um að allar aðgerðir sem framkvæmdar eru til þess að draga úr fátækt séu í samræmi við alþjóðlega mannréttindasamninga.
-
Að ganga úr skugga um að gott samband og samræmi sé á milli hinna ýmsu þátta sem byggja upp samfélagslegan grunn, eins og t.d efnahagsáætlanir, þróun atvinnulífs og markaðar, frumkvæðis í atvinnulífinu og stjórnarhátta. Gæta þarf að ábyrgðarskyldu og gagnsæi í starfsháttum.
-
Að tryggja að einstaklingar njóti grundvallar borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda og að þeim sé tryggð þátttaka í samfélaginu, þeir hafi aðgang að upplýsingum og njóti funda- og félagafrelsis.
-
Að fylgjast vel með öllum merkjum um aukna fátækt og stöðu efnahagslegra og félagslegra réttinda í samfélaginu.