Einstaklingar, alþjóðastofnanir og aðrir aðilar sem ekki eru tengdir ríkjum geta borið ákveðnar skyldur gagnvart mannréttindum. Foreldrar hafa til dæmis ákveðnum skyldum að gegna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einstaklingar hafa líka skyldum að gegna gagnvart samfélaginu sem þeir búa í og ber hverjum einstaklingi að virða mannréttindi annarra.
Samkvæmt alþjóðasáttmálum er það þó fyrst og fremst ríkið sem ber skyldu gagnvart mannréttindum.