Íslensk rit

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út ritið Réttarstaða eldra fólks.

Réttarstaða eldra fólks
Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út ritið Réttarstaða eldra fólks. Ritið er aðeins að finna á rafrænu formi en framkvæmdastjórn skrifstofunnar ákvað árið 2012 að gefa rit skrifstofunnar framvegis út á netinu. Var ákvörðunin fyrst og fremst tekin á grundvelli umhverfisverndarsjónarmiða. Í upphafi ritsins er fjallað um þróun löggjafar í málefnum eldra fólks, bæði innlenda og alþjóðlega. Þá kemur kafli um réttaröryggi eldra fólks þar sem fjallað er m.a. um stjórnskipulag málefna eldra fólks, mannréttindi eldra fólks og úrræði til að tryggja réttaröryggi þeirra. Ritinu er svo skipt í kafla eftir einstökum réttindum, svo sem réttinum til framfærslu- og félagsþjónustu og réttinum til heilbrigðisþjónustu. Inntak réttarins er svo skilgreint út frá þeim innlendu og erlendu réttarheimildum sem við eiga þar sem sérstök áhersla er lögð á að draga fram þær réttarheimildir sem lúta að eldra fólki.
Lesa meira

Hatursorðræða. Yfirlit yfir gildandi lög og reglur - ábendingar til framtíðar

Ekkert hatur
Ritinu er ætlað að vera yfirlit yfir hatursorðræðu og hatursáróður, ástand mála hér á landi og löggjöf landsins er lýtur að þessum málum.
Lesa meira

Réttindi transgender fólks á Íslandi

Réttindi transgender fólks
Tilgangur þessarar skýrslu er einkum að kanna réttarstöðu TS einstaklinga á Íslandi með það að markmiði koma með tillögur að úrbótum í málaflokknum.
Lesa meira

Mannréttindi í þrengingum

Mannréttindi í þrengingum
Tilgangur bókarinnar er að upplýsa bæði stjórnvöld og almenning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og nauðsyn þess að þau séu virt bæði þegar vel árar og ekki síður á erfiðum samdráttarskeiðum.
Lesa meira

Bann við mismunun

Bann við mismunun
Á vordögum 2011 kom út handbókin Bann við mismunun og er tilgangur ritsins að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú/lífsskoðun, aldri, fötlun og kynhneigð og þá hugmyndafræði sem þar liggur að baki.
Lesa meira

Handbók um réttarstöðu flóttamanna

Handbók um réttarstöðu flóttamanna
Gefin út af Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Lesa meira

Réttarstaða fatlaðra

Réttarstaða fatlaðra
e. Brynhildi G. Flóvenz, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2005.
Lesa meira

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
e. Brynhildi G. Flóvenz, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2005.
Lesa meira

Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð 30 ára í desember 2009. Í tilefni þess gaf Mannréttindaskrifstofa Íslands út nýtt fræðslurit um Kvennasáttmálann, í samstarfi við Jafnréttisstofu, Félags- og tryggingamálaráðuneyti, UNIFEM á Íslandi og Utanríkisráðuneyti.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16