Málstofunar eru gjarnan stuttar, 2-3 klst. þar sem fjallað er í framsöguerindum, einu eða fleirum, um tiltekið efni og umræður að þeim loknum.
Málþingin svonefndu hafa hinsvegar staðið yfir í heilan dag eða allt að því – og þá verið haldin veigameiri og fleiri erindi – einnig um tiltekið afmarkað viðfangsefni – og þátttakendum síðan gefist kostur á að spyrja eða segja sínar skoðanir á viðfangsefnunum.
Ráðstefnur eru svo enn stærri í sniðum, gjarnan tveir dagar eða fleiri og þá gjarnan vinna í starfshópum í viðbót við framsöguerindi og umræður og í lokin samþykkt og send út einhverskonar ályktun eða áskorun.
Þegar í lok fyrsta starfsárs skrifstofunnar, árið 1995, var efnt til stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu til undirbúnings kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking og samin ályktun sem lögð var fram hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ráðstefna þessi var haldin í Norðurlandasetrinu á Hvalfjarðarströnd.
Árið eftir var haldin ráðstefna með íslenskum og erlendum framsögumönnum í Viðey og Norræna Húsinu 13 – 15. júní 1996 um hlutverk frjálsra félagasamtaka í lýðræðissamfélagi.
Af viðfangsefnum annarra málþinga og málstofa mætti nefna:
Borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.
Evrópuráðið, samningar og mannréttindastarf.
Evrópusambandið, samningar, yfirlýsingar og mannréttindastarf.
Farandverkakonur
Genfarsamningana
Kynbundið ofbeldi
Kynþáttamisrétti
Mannréttindi í einstökum ríkjum (Sovétríkin, Austur Timor, Kosovo, Zimbabwe)
Mannréttindi á Alnetinu
Mannréttindi og listir
Mannréttindi og trúarbrögð
Málefni útlendinga og flóttamanna á Íslandi
Pyntingar, ómannúðleg og vanvirðandi refsing.
Réttindi barna
Réttindi kvenna, jafnrétti kynja.
Stjórnskipunarmál og aþjóðasamstarf Íslands á sviði mannréttinda.
Tjáningarfrelsi