Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 2015 fór fram dagana 14.-21. mars. Mannréttindaskrifstofa Íslands, í samstarfi við ýmsa aðila, stóð fyrir spennandi og fjölbreyttum verkefnum í ár.
Hönd í hönd fyrir margbreytileika
Þann 17. mars kl. 11 að morgni, tóku nemendur og starfsfólk yfir 20 grunnskóla um allt land, hönd í hönd í kringum skólabyggingar sínar til að sýna samstöðu með margbreytileika.
Póstkortaverkefni
Ýmsir hópar ungs fólks skrifuðu 1000 póstkort sem voru send til handahófsvalinna viðtakenda í Evrópuvikunni. Skilaboðin voru skrifuð sem hvatning til samstöðu gegn kynþáttafordómum og var viðtakendum boðið að taka þátt í þeirri samstöðu með því að taka mynd af sér með skilaboðunum undir millumerkinu #hondihond.
Málþing –Fordómar og kynþáttamisrétti á Íslandi 21. mars kl. 13 – 15 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Á málþinginu var kynþáttamisrétti rætt frá ýmsum sjónarhornum. Tove Søvndahl Gant talaði um hvaða aðferðum hefur verið beitt á móti kynþáttamisrétti í Evrópu, Cynthia Trililani, Patrycja Wittstock Einarsdóttir, Þórdís Nadía Óskarsdóttir og Einar Már Guðmundsson Málþingið var haldið í samvinnu við Evrópustofu, Rauða krossinn ogMannréttindaskrifstofuReykjavíkurborgar.
Samstarfsaðilar að Evrópuvikunni í ár voru: AFS á Íslandi, Bandalag íslenskra skáta, Evrópustofa, Landssamband æskulýðsfélaga, Rauði krossinn, Reykjavíkurborg og Ungliðahreyfing Rauða krossins.