Bækur

Kompás - handbók um mannréttindafræðslu og -menntun

kompas-litilKompás er handbók um mannréttindafræðslu og -menntun, ætluð æskulýðsleiðtogum, kennurum og öðrum sem vinna með ungu fólki sem fagaðilar eða áhugafólk.

Handbókina Kompás er að finna á síðu Námsgagnastofnunar.

Handbókin hefur að geyma raunhæfar hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætluð er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi og fá það til að vinna í þágu mannréttinda á sinn eigin hátt, í sínu samfélagi.

Kompás spannar vítt svið mannréttinda og efnistökin taka mið af áherslu á jafnrétti og mannlega reisn þar sem litið er til mannauðsins sem býr í ungi fólki.

Handbókin Kompás var þróuð af þverfaglegu og þvermenningarlegu teymi fagfólks. Hún er m.a. byggð á hugmyndum um reynslunám þar sem áhersla er á nemendur, umhverfi þeirra og vangaveltur.

Nemendur eru sjálfir útgangspunktarnir í náminu. Handbókin Kompás var samin innan ramma áætlunar æskulýðs og íþróttadeildar Evrópuráðsins um mannréttindi sem hleypt var af stokkunum árið 2000 í tilefni af 50 ára afmæli mannréttindasáttmála Evrópu. Með áætluninni er stefnt að því að efla þátt mannréttinda í æskulýðsstarfi og að mannréttindafræðsla verði liður í almennri menntun.

Í Kompás er að finna ólikar leiðir og nálganir fyrir hvern þann sem hefur áhuga á mannréttindum, lýðræði og borgaravitund.

Bókin er gefin út í samvinnu Námsgagnastofnunar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins með leyfi Evrópuráðsins.

 

What? Me? A racist?

What? Me? A racist? er bæklingur um kynþáttafordóma sem gefinn er út af Evrópusambandinu. Bæklingurinn notar húmor í bland við fræðslu og er ætlaður kennurum til notkunar í grunn- og menntaskólum.

Bæklinginn má sækja sem pdf skjal hér, og einnig er hægt að finna hann á netinu, hér.

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur gefið út íslenskaða útgáfu af fordómakeðju sem fjallað er um í bæklingnum. Á því blaði er einnig að finna fordómapróf.
Á skrifstofu Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur er hægt að nálgast eintök til dreifingar.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16