Fjölbreytt dagskrá í Smáralind 21. mars
Á Íslandi tóku X-Factor, Mannréttindaskrifstofan, Alþjóðahús, Amnesty International, Þjóðkirkjan, Rauði krossinn, Ísland Panorama, Soka Gakkai Íslandi og Jafningjafræðsla Hins hússins höndum saman um dagskrá í Smáralind 21. mars kl 17:00.
Keppendur X-factor tóku nokkur velvalin lög við góðar undirtektir Smáralindargesta og á annað hundrað krakka sem sérstaklega voru komin frá hinum ýmsu ungmennahreyfingum til að taka þátt í uppákomunni.
Krakkarnir voru komnir til að vinna gegn fordómum en þau spjölluðu við gesti og gangandi um kynþáttamisrétti og gáfu plaköt, sælgæti og barmmerki.
Krakkarnir klæddust öll bolum þar sem varpað var fram spurningunnni ,,dæmir þú fólk eftir útlitinu?" oghöfðu málað andlit sín í öllum regnbogans litum til að vekja fólk til umhugsunar um það hvort við dæmum fólk eftir útliti þess eða litarafti frekar en verðleikum.
Viðrburðurinn var afar velheppnaður í alla staði. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og skemmtu sér konunglega en Mannréttindaskrifstofan kann þeim miklar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.
Aðstandendur viðburðarins vilja einnig þakka X-factor, Smáralind, Merkingu og EP kerfum fyrir frábærar viðtökur og mikilvægan stuðning.
Sjá myndir hér.