Fréttir

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst 25. nóvember

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst á sunnudaginn 25. nóvember og verður staðið fyrir ýmsum viðburðum í tilefni þess næstu vikur. Ljósaganga UN Women er opnunarviðburður átaksins, en gengið verður frá Alþingisgarðinum að Bíó Paradís þar sem boðið verður upp á kakó og smákökur. Í kjölfarið verða haldin málþing, kvikmyndasýningar, bréfamaraþon og fleira.
Lesa meira

Ný lög um málefni innflytjenda samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um málefni innflytjenda og hafa lögin nú þegar öðlast gildi. Er með lögunum mælt fyrir um hvernig stjórnsýslu í málefnum innflytjenda skuli háttað og hlutverk og starfsemi Fjölmenningarseturs, innflytjendaráðs og þróunarsjóðs bundið í lög.
Lesa meira

Ný aðgerðaáætlun til að eyða kynbundnum launamun á vinnumarkaði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði framkvæmdanefnd í desember 2011 sem ætlað var að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti kynja og vinna að gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar. Velferðarráðherra kynnti aðgerðaráætlunina, sem samþykkt var 28. september síðastliðinn, á málþingi jafnréttisstofu í Hörpu í gær.
Lesa meira

Kvennafrídagurinn 24. október

Í dag eru 36 ár síðan að kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta skipti þann 24. október árið 1975. Þann dag lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf sín til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og jafnframt til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu í vinnu.
Lesa meira

Fyrsti alþjóðlegi dagur Sameinuðu þjóðanna um stúlkubörn 11. október 2012

Í gær var í fyrsta skipti alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um stúlkubörn haldinn. Dagurinn er haldinn til að hvetja ríki til að hækka giftingaraldur stúlkna og drengja upp í 18 ár án undantekninga og tileinka sér aðgerðir til að koma í veg fyrir að börn séu þvinguð til að ganga í hjónaband.
Lesa meira

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október

Í dag verður alþjóðageðheilbrigðisdagurinn haldinn í 20. sinn á heimsvísu. Þema ársins er þunglyndi og er dagurinn ætlaður til að vekja athygli á og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu.
Lesa meira

Ráðstefna um klám 16. október næstkomandi

Innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti, í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands, efna til ráðstefnu um klám þriðjudaginn 16. október næstkomandi.
Lesa meira

Alþjóðadagur aldraðra var 1. október sl./International day of Older Persons

Lesa meira

Mannréttindasáttmáli SÞ fyrir fatlað fólk Innleiðing og eftirlit. Málþing í Silfurbergi, Hörpu, Fimmtudag 11. október 2012 kl. 9 – 16

Öryrkjabandalag Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings.
Lesa meira

Morgunverðarfundur um stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar á Íslandi

Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16