Flýtilyklar
Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október
Í dag verður alþjóðageðheilbrigðisdagurinn haldinn í 20. sinn á heimsvísu. Þema ársins er þunglyndi og er dagurinn ætlaður til að vekja athygli á og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Í Reykjavík verður hátíðardagskrá í tilefni dagsins sem hefst með skemmtigöngu á Skólavörðuholtinu klukkan 16:30. Aðaldagskráin verður svo í Gamla Bíói og hana má sjá hér.