Flýtilyklar
Morgunverðarfundur um stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar á Íslandi
Innanríkisráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hvort að ráðast eigi í að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun á Íslandi fimmtudaginn 4. október næstkomandi kl. 8.30–11 í Iðnó í Reykjavík. Þetta er sjöundi og næstsíðasti fundur í röð ráðuneytisins um mannréttindamál sem haldnir hafa verið í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Nánar hér.