Flýtilyklar
Kvennafrídagurinn 24. október
Í dag eru 36 ár síðan að kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta skipti þann 24. október árið 1975. Þann dag lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf sín til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og jafnframt til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu í vinnu.
Jafnréttisstofa mun úthluta styrkjum úr jafnréttissjóði í Hörpu í dag og í tilefni af því er áhugaverð dagskrá í Hörpunni á milli klukkan 15.00 og 17.00. Dagskrá má sjá hér.