Fréttir

Alþjóðlegur gagnagrunnur yfir nútíma þrælahald (Global modern slavery directory)

Nútíma þrælahald er iðnaður sem að veltir um 150 milljörðum árlega og hefur áhrif á milljónir manna um allan heim. Konum, börnum og körlum er haldið í ánauð þar sem þau eru neydd til þess að vinna við kynlífsþjónust sem og í öðrum störfum alls staðar í heiminum. Til þess að tryggja að hægt sé að koma auga á öll fórnarlömb og koma þeim til hjálpar er nauðsynlegt að samtök sem að vinna gegn nútíma þrælahaldi geti á einfaldan hátt skipulagt og samræmt viðbrögð og komið fórnarlömbum í sambandi við þjónustuaðila víðsvegar í heiminum.
Lesa meira

Alþjóðadagur aldraðra í dag 1. október/International day of Older Persons

Eldri kona
Í dag, 1. október, er alþjóðadagur aldraðra. Af því tilefni hvetur hinn nýji sjálfstæði sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni aldraðra (Independent Expert), Rosa Kornfeld-Matte, öll ríki til þess að tryggja að sjónarmið aldraðra séu höfð til hliðsjónar allri stefnumótunarvinnu
Lesa meira

GRETA hefur gefið út skýrslu um Íslands

Bæklingar um mansal
GRETA er eftirlitskerfi vegna samnings Evrópuráðsins gegn mansali. Í GRETA starfa 15 óháðir sérfræðingar sem valdir eru vegna sérfræðiþekkingar sinnar í mannréttindum, aðstoðar og verndun fórnarlamba og á aðgerðum gegn mansali eða vegna sérþekkingar þeirra á samningnum. Skýrslan var gefin út 23. september síðast liðinn.
Lesa meira

Undirbúningur 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi að hefjast

Lesa meira

Félagasamtök í Rúmeníu leita eftir samstarfsaðila

Rúmensku samtökin the Urban Regeneration Resource Center leita eftir samstarfsaðila í verkefni er lýtur að Róma börnum og börnum og ungmennum sem búa við óviðunandi aðstæður (youth at risk).
Lesa meira

Kallað eftir erindum í Slóvakíu - Kynbundið ofbeldi

Íslensk félagsasamtök eða aðrir aðilar sem hafa áhuga á samstarfi við frjáls félagasamtök í Slóvakíu sem vinna gegn kynbundnu ofbeldi eru hvött til að skoða nánar.
Lesa meira

UPR Info hefur gefið út stöðuskýrslu um UPR ferlið gagnvart Íslandi

Reglubundið eftirlit Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review - UPR) ferlið fer fram fjögurra ára fresti. Mörgum af þeim tillögum sem koma fram við fyrirtöku ríkis á þó hrinda í framkvæmd strax. Til þess að fylgjast betur með framkvæmd ríkisins í kjölfar fyrirtöku hefur mannréttindaráð Sþ útfært ákveðið ferli til að meta mannréttindi ástandið eftir tvö ár frá því að ríki er tekið fyrir í UPR eftirlitinu.
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður - Ný kynslóð - nýjar hugmyndir?

Í tilefni alþjólegs baráttudags kvenna þann 8.mars verður haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður, ný kynslóð nýjar hugmyndir?“ Dagskráin er skipulögð í samstarfi ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Á dagskránni eru þrjú erindi sem öll fjalla um ungt fólk.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Ísland semur við innanríkisráðuneytið til fjögurra ára

Hópurinn við undirritun samningsins
Mannréttindaskrifstofan hefur gert fjögurra ára styrktarsamning við innanríkisráðuneytið. Starfsemi skrifstofunnar styrkist með þessu fyrirkomulagi þar sem henni verður gert kleift að gera skýrari langtímaáætlanir á grundvelli öruggara rekstrarumhverfis.
Lesa meira

Hlýtt á raddir innflytjenda

Hlýtt á raddir innflytjenda
Kynning á rannsóknum í Borgarbókasafninu
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16