Flýtilyklar
Alþjóðlegur gagnagrunnur yfir nútíma þrælahald (Global modern slavery directory)
Í dag 9.október 2014 var opnuð vefsíða með gagnagrunni sem sameinar hundruð samtaka um allan heim í baráttunni gegn mansali, alþjóðlegaur gagnagrunnur yfir nútíma þrælahald (Global Modern Slavery Directory). Gagnagrunnurinn er samstarfsverkefni Polaris, Walk Free Foundation og Freedom Fund, Mannréttindaskrifstofa Íslands kom að gerð hans sem samstarfsaðili.
Alþjóðlegi gagnagrunnurinn um nútíma þrælahald er vaxandi, opinber gagnagrunnur með skrá yfir 770 samtök og hjálparlínur sem vinna með mansal og nauðungarvinnu. Með fulltrúa yfir 120 landa, mun gagnagrunnurinn auðvelda þjónustuveitendum, lögreglu, stefnumótendum og talsmönnum að sjá hvaða samtök vinna gegn nútíma þrælahaldi í landinu og hvaða þjónustu vantar.
Heimsækið og skoðið vefsíðu alþjóða gagnarunnsins um nútíma Þrælahald á www.globalmodernslavery.org.
Gagnagrunnurinn mun auðvelda fórnarlömbum mansals og einstaklingum áhættuhópum að finna þá aðstoð sem þau þurfa. Á vefsíðunni er hægt að leita að samtökum í tilteknu landi, eða ákveðinni þjónustu sem í boði er eða eftir ákveðnum fólksfjölda breytum, s.s. börn eða ákveðið aldursbil. Fleiri samtök og stofnanir munu bætast við skrána eftir því sem samstarfsaðilar munu staðfesta þau.
Þú getur hjálpað við að kynna gagnagrunnin til þess að sem flestir viti af honum og geti nýtt sér hann með því að deila á tenglinum með vinum þínum á samfélagsmiðlum nota töggin (hashtags): # Anti-slaveryDirectory, #modernslavery og #endslavery.
Þú getur einnig deilt fréttinni okkar, eða endur tístað (retweet) innlegg frá stofnsamtökum gagnagrunnsins:@Polaris_Project, @Freedom_Fund og @WalkFree.
Saman getum við að aukið vitundina um þetta nýja tæki í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi og mansali. Þakka þér fyrir stuðninginn.