Flýtilyklar
Áhugavert prófmál í héraðsdómi Reykjavíkur - þjónusta við fatlaðan einstakling
MRSÍ barst ábending um að á miðvikudaginn 22. október n.k. kl. 9.15 mun fara fram aðalmeðferð í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101, í máli þar sem reynir á ógildingu stjórnarathafnar. Málið snýst um þjónustu við þennan unga mann sem vegna fötlunar sinnar þarf þjónustu allan sólarhringinn en hefur fengið synjun um slíka þjónustu frá Reykjavíkurborg.
Málið er afar áhugavert og gæti haft fordæmisgildi fyrir marga einstaklinga í sömu stöðu.