Áhugavert prófmál í héraðsdómi Reykjavíkur - þjónusta við fatlaðan einstakling

MRSÍ barst ábending um að á miðvikudaginn 22. október n.k. kl. 9.15 mun fara fram aðalmeðferð í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101, í máli þar sem reynir á ógildingu stjórnarathafnar. Málið snýst um þjónustu við þennan unga mann sem vegna fötlunar sinnar þarf þjónustu allan sólarhringinn en hefur fengið synjun um slíka þjónustu frá Reykjavíkurborg.

Málið er afar áhugavert og gæti haft fordæmisgildi fyrir marga einstaklinga í sömu stöðu.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16