Hádegisspjall með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra - helstu málefni á allsherjarþingi Sþ 2014

Hádegisspjall með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra - helstu málefni á allsherjarþingi Sþ 2014
Auglýsing hádegisspjall

Fundurinn verður kl. 12-13 - Björtuloft, Hörpu, 7. hæð.

Gunnar Bragi verður á opnum fundi föstudaginn 24. október sem er alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna. Hann mun fjalla um þátttöku sína á 69. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september og áherslur Íslands á vettvangi SÞ.

Þetta er einstakt tækifæri til þess að spjalla við utanríkisráðherra um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna. Í lok fundar mun ráðherra undirrita samstarfssamninga við Landsnefnd UNICEF á Íslandi og Miðstöð Sameinuðu þjóðanna.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir! 
Vinsamlegast skráið mætinu á felag@un.is fyrir hádegi á fimmtudag.

Fundurinn er haldinn á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16