Flýtilyklar
Hádegisspjall með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra - helstu málefni á allsherjarþingi Sþ 2014
Fundurinn verður kl. 12-13 - Björtuloft, Hörpu, 7. hæð.
Gunnar Bragi verður á opnum fundi föstudaginn 24. október sem er alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna. Hann mun fjalla um þátttöku sína á 69. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september og áherslur Íslands á vettvangi SÞ.
Þetta er einstakt tækifæri til þess að spjalla við utanríkisráðherra um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna. Í lok fundar mun ráðherra undirrita samstarfssamninga við Landsnefnd UNICEF á Íslandi og Miðstöð Sameinuðu þjóðanna.
Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir!
Vinsamlegast skráið mætinu á felag@un.is fyrir hádegi á fimmtudag.
Fundurinn er haldinn á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins.