Flýtilyklar
GRETA hefur gefið út skýrslu um Íslands
Mikilvægur hluti samnings Evrópuráðsins gegn mansali er eftirlitskerfi hans. Eftirlitskerfi hans er tvíþætt annars vegar sérfræðihópur um aðgerðir gegn mansali (GRETA - Group of Experts on Action against Trafficking in human beings) og hins vegar nefnd aðilanna (Committee of the Parties). GRETA hópurinn samanstendur af 15 óháðum og sjálfstæðum sérfræðingum sem hafa verið sérstaklega valdir vegna þekkingar þeirra á mannréttindum, verndun og aðstoð við fórnarlömb, aðgerða gegn mansali eða vegna sérfræðiþekkingar og reynslu þeirra á einhverju sviði samningsins.
Verkefni GRETA er að meta innleiðingu samningsins hjá aðildarríkjunum samkvæmt sérstakri aðferð. Sérfræðihópurinn safnar saman ýmsum upplýsingum sem til eru í landinu og leita enn fremur eða óska eftir frekari upplýsingum frá ýmsum aðilum innan ríkisins. Með þessum gögnum gera þeir greiningu á stöðu mála og setja fram ábendingar um hvernig ríki má bæta úr til að styrkja innleiðingu ákvæða samningins og til að taka á vandamálum sem hópurinn kemur auga á.
Íslensk stjórnvöl hafa skv. skýrslunni tekið mikilvæg skref til þess að koma í veg fyrir og berjast gegn mansali. Löggjöf hér á landi hefur þróast í takt við alþjóðlegar skuldbindingar á þessu sviði, gerðar hafa verið tvær aðgerðaráætlanir gegn mansali frá árinu 2009 og settar hafa verið upp ákveðin ferli til þess að uppfylla þær aðgerðir sem þar koma fram. Hins vegar telur GRETA að íslensk stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða, sérstaklega að vinna betur með félagasamtökum og verkalýðsfélögum í þróun, innleiðingu og eftirliti með sérstakri stefnu gegn mansali.
Hægt er að lesa skýrsluna á eftirfarandi slóð;
http://www.coe.int/t/dghl/monitoring/trafficking/Docs/Reports/GRETA_2014_17_FGR_ISL_w_cmnts_en.pdf