Fréttir

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um þungunarrof

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um þungunarrof, 393. mál, þskj. 521. Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) fagnar framangreindu frumvarpi enda núgildandi löggjöf ekki sett með sjálfsákvörðunarrétt kvenna í huga. Fagnar skrifstofan því sérstaklega að í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að konur þurfi ekki að leita sér leyfis til að binda enda á þungun og eru þannig sjálfráða um þá ákvörðun en ekki háðar viðhorfum annarra.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda, þskj. 273, 255. mál.
Lesa meira

Umsókn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun lögræðislaga

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun lögræðislaga, þskj. 53, 53. mál.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum (fyrirframgefin ákvarðanataka)

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum (fyrirframgefin ákvarðanataka), þskj. 313, 282. mál.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs)

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs), þskj. 154, 154. mál.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um drög að frumvarpi til laga um bretingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt

Með framangreindum frumvarpsdrögum er lagt til að heimild Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar með lögum verði felld niður og að það verði einungis á hendi Útlendingastofnunar að veita ríkisborgararétt að uppfylltum skilyrðum laga nr. 100/1952, um ríkisborgararétt.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu). Með frumvarpinu er lagt til að gildissvið 233. gr. a hegningarlaga verði þrengt, að við ákvæðið verði bætt eftirfarandi: enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Þannig á ákvæðið aðeins að taka til tjáningar sem felur í sér tiltekinn grófleika eða alvarleika.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi

Mannréttindaskrifstofa Íslands styður ofangreinda þingsályktunartillögu heilshugar. Eins og staðan er í dag á margt fólk af erlendum uppruna erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu. Þar kemur margt til, m.a. vanþekking á lögum og reglum, réttindum og skyldum, sem og að samfélagið hefur ekki að fullu viðhaft þær ráðstafanir sem þarf til að tryggja innflytjendum jafnræði á við aðra íbúa þess.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda)

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar en þar eru lagðar til breytingar á stjórnsýslulögum í þeim tilgangi að kveða á með skýrari hætti um til hvaða upplýsinga þagnarskylda opinberra starfsmanna taki. Í frumvarpinu segir að flóknar og óljósar þagnarskyldureglur geti gert opinberum starfsmönnum erfitt um vik að nýta tjáningarfrelsi sitt og séu skýrar þagnarskyldureglur því mikilvæg forsenda tjáningarfrelsis.
Lesa meira

Ísland fullgildir bókun við samning um bann við pyntingum

Yfirlýsing SÞ
Ísland hefur fullgilt valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi refsingu (OPCAT).
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16