Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda, þskj. 273, 255. mál.

Mannréttindaskrifstofa Íslands styður ofangreint frumvarp heils hugar en markmið þess er að bæta stöðu og tryggja rétt barna sem eiga foreldri sem glímir við alvarleg veikindi eða barna sem missa foreldri, annað eða bæði, vegna sjúkdóms eða af slysförum. Í  greinargerð með frumvarpinu kemur fram að hér á Íslandi hafi lítið verið hugað að réttindum barna í þessari stöðu á meðan staða þeirra hafi verið í brennidepli í nágrannalöndum okkar. Brýnt er að bæta úr.

Umsögnina í heild má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16