Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda)
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar en þar eru lagðar til breytingar á stjórnsýslulögum í þeim tilgangi að kveða á með skýrari hætti um til hvaða upplýsinga þagnarskylda opinberra starfsmanna taki. Í frumvarpinu segir að flóknar og óljósar þagnarskyldureglur geti gert opinberum starfsmönnum erfitt um vik að nýta tjáningarfrelsi sitt og séu skýrar þagnarskyldureglur því mikilvæg forsenda tjáningarfrelsis.
Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að lögfest verði sú meginregla að opinberir starfsmenn hafi almennt frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði sem tengjast starfi þeirra.
MRSÍ fagnar frumvarpi þessu enda telur skrifstofan það mikilvægt að með skýrum hætti verði kveðið á um það sem þagnarskylda skuli ríkja um. Það ætti að koma í veg fyrir að miðlað verði upplýsingum sem leynt ættu að fara auk þess sem opinberir starfsmenn ættu auðveldar með að nýta tjáningarfrelsi sitt en nú er
MRSÍ fagnar einnig ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga við meðferð stjórnsýslumála, að þegar persónuupplýsingum er miðlað til málsaðila um gagnaðila, þá sé hann bundinn þagnarskyldu um inntak þeirra og eingöngu heimilt að nota upplýsingarnar á þann hátt sem nauðsynlegt er til að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Skrifstofan telur einnig ákvæði um að sömu almennu reglur og gilda um rafræna miðlun persónuupplýsinga, sbr. lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, skuli gilda um heimildir til miðlunar persónuupplýsinga á milli stjórnvalda, burtséð frá því hvaða tækni hafi verið notuð við skráningu þeirra.
Lesa má umsögnina í heild sinni hér.