Flýtilyklar
Fréttir
Notkun niðrandi orða um fólk getur verið refsiverð
04.06.2020
Viðtal við Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastýru MRSÍ, sem birt var þann 3. júní sl.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga
29.05.2020
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur ákveðið að taka framangreint frumvarp til umsagnar. Telur skrifstofan ýmis ákvæði frumvarpsins til bóta frá því sem nú er en vill hins vegar koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri
Lesa meira
Aðalfundur MRSÍ og kosning nýrrar stjórnar
22.05.2020
Aðalfundur skrifstofunnar var haldinn 18. maí sl.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2013
22.05.2020
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Fagnar skrifstofan tillögu um skipta búsetu og tekur undir þau orð í greinargerð með frumvarpinu að þýðingarmikið sé að barn eigi góð og náin samskipti við báða foreldra sína og fjölskyldur þeirra beggja sem. Vissulega hefur og þróun síðustu áratuga verið sú að jafna stöðu foreldra svo þeir axli jafna ábyrgð á umönnun og velferð barnsins þótt þeir búi ekki saman. Tekur skrifstofan einnig undir það að þarfir og hagsmunir barnsins eigi þó ætíð að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra og að foreldrar þurfi að jafna sig að aðstæðum barnsins frekar en barnið að aðstæðum þeirra. Þá er og fallist á það sjónarmið að það sé hag barna fyrir bestu að foreldrar, sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum í góðri sátt, búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera svo ekki sé ýtt undir ágreining með ójafnri stöðu heimilanna.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025
04.05.2020
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) fagnar framangreindri þingsályktunartillögu og styður hana heilshugar. Telur MRSÍ áætlunina í heildina afar vel unna og er því einkum fagnað hversu víðtækt samstarf er fyrirhugað við aðila sem t.d. vinna að málefnum viðkvæmra hópa.
Lesa meira
Köll í uppbyggingarsjóð EES - Króatía
08.04.2020
Króatísk félagasamtök leita eftir samstarfsaðilum í eftirtalin verkefni:
Lesa meira
COVID upplýsingar / COVID information
07.04.2020
Fjölmenningarsetur hefur tekið saman helstu upplýsingar um úrræði Vinnumálastofnunar og fleira tengdu COVID, á hinum ýmsu tungumálum.
Lesa meira
Áhrif aðgerða gegn kórónaveirunni á grundvallarmannréttindi
25.03.2020
Þessa dagana erum við að upplifa fordæmalausa tíma, eins og svo margir hafa bent á. Yfir okkur vofir mikil vá sem yfirvöld nánast allra ríkja heims hafa orðið að bregðast við. Aðgerðir þær sem fyrirskipaðar hafa verið eru nauðsynlegar til að bægja vánni frá dyrum okkar, til þess hefur þurft að skerða grundvallarmannréttindi fólks, hin augljósustu eru ferðafrelsi og frelsi til að koma saman en skerðingar á friðhelgi einkalífs og persónuupplýsingavernd eru einnig líklegar. Þá vaknar spurning um jafnræði og hættuna á því að fólki verði mismunað.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um að fordæma meðferð bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum
13.03.2020
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um að fordæma meðferð bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum, þskj. 109, 109. mál.
Lesa meira