Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2013

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2013, með síðari breytingum (skipt búseta barns), þskj. 1215- 707. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar.
Fagnar skrifstofan tillögu um skipta búsetu og tekur undir þau orð í greinargerð með frumvarpinu að þýðingarmikið sé að barn eigi góð og náin samskipti við báða foreldra sína og fjölskyldur þeirra beggja sem. Vissulega hefur og þróun síðustu áratuga verið sú að jafna stöðu foreldra svo þeir axli jafna ábyrgð á umönnun og velferð barnsins þótt þeir búi ekki saman. Tekur skrifstofan einnig undir það að þarfir og hagsmunir barnsins eigi þó ætíð að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra og að foreldrar þurfi að jafna sig að aðstæðum barnsins frekar en barnið að aðstæðum þeirra. Þá er og fallist á það sjónarmið að það sé hag barna fyrir bestu að foreldrar, sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum í góðri sátt, búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera svo ekki sé ýtt undir ágreining með ójafnri stöðu heimilanna.

Athugasemdir og umsögnina í heild sinni má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16