Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) fagnar framangreindri þingsályktunartillögu og styður hana heilshugar. Telur MRSÍ áætlunina í heildina afar vel unna og er því einkum fagnað hversu víðtækt samstarf er fyrirhugað við aðila sem t.d. vinna að málefnum viðkvæmra hópa. Til dæmis má nefna að fötluð eru börn mun líklegri en önnur börn til að verða fyrir ofbeldi og ýmsar hindranir mæta þeim þegar að því kemur að greina frá ofbeldi og fá aðstoð sem hentar þeirra þörfum. Það er því vel að samtök eins og Öryrkjabandalag Íslands, Landsamtökin Þroskahjálp og TABÚ o.fl., skuli vera meðal samstarfsaðila og samræmist það jafnt ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna (Sþ) um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmála Sþ.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16