Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um að fordæma meðferð bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um að fordæma meðferð bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum, þskj. 109, 109. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreind tillaga til þingsályktunar til umsagnar. Styður skrifstofan tillöguna heils hugar og hvetur til þess að hún verði samþykkt. Að sögn alþjóðlegra mannréttindasamtaka hefur Bandaríkjastjórn haldið áfram þeirri háttsemi að aðskilja foreldra og börn á flótta og er afar brýnt að alþjóðasamfélagið beiti sér fyrir því að Bandaríkin láti strax af þessari framkvæmd.

Umsögnina má finna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16