Aðalfundur MRSÍ og kosning nýrrar stjórnar

Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands var haldinn 18. maí sl. þar sem kosið var til nýrrar stjórnar.
Stjórnin mun vera skipuð til árs í senn nema formanns embættið til tveggja ára.
Fráfarandi stjórnarformaður, Ellen Calmon, sem setið hefur í embættinu sl. tvö ár gaf ekki kost á sér að nýju og var hún leyst frá störfum með blómum.
Nýja stjórn skipa: 
Margrét Pétursdóttir, formaður
Daníel E. Arnarsson, varaformaður
Anna Lára Steindal, meðstjórnandi
Áslaug Björgvinsdóttir, meðstjórnandi
Helga Baldvins Bjargardóttir, meðstjórnandi
Einar Þ. Jónsson, varamaður
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, varamaður
Óskum við nýrri stjórn til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi sínu og þökkum fráfarandi formanni vel unnin störf. 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16