Flýtilyklar
Aðalfundur MRSÍ og kosning nýrrar stjórnar
Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands var haldinn 18. maí sl. þar sem kosið var til nýrrar stjórnar.
Stjórnin mun vera skipuð til árs í senn nema formanns embættið til tveggja ára.
Fráfarandi stjórnarformaður, Ellen Calmon, sem setið hefur í embættinu sl. tvö ár gaf ekki kost á sér að nýju og var hún leyst frá störfum með blómum.
Nýja stjórn skipa:
Margrét Pétursdóttir, formaður
Daníel E. Arnarsson, varaformaður
Anna Lára Steindal, meðstjórnandi
Áslaug Björgvinsdóttir, meðstjórnandi
Helga Baldvins Bjargardóttir, meðstjórnandi
Einar Þ. Jónsson, varamaður
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, varamaður
Óskum við nýrri stjórn til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi sínu og þökkum fráfarandi formanni vel unnin störf.